Yngsti sigurvegari vallarins

Jordan Spieth var hress þegar hann tók við verðlaunum sínum …
Jordan Spieth var hress þegar hann tók við verðlaunum sínum sínum í gær. AFP

Bandaríski kylfingurinn Jordan Spieth bar sigur úr býtum á Colonial National-boðsmótinu í golfi sem fram fór í Texas og  lauk í gær.  Spieth lék lokahringinn á sex höggum undir pari, en samanlagt lék hann á 17 höggum undir pari og vann mótið með þriggja högga forskoti.

Spieth sem er 22 ára gamall og er í öðru sæti á heimslistanum í golfi er yngsti sigurvegarinn á þessu móti í 86 ár.

Mótið er hluti af PGA-mótaröðinni, en þetta var áttundi PGA-sigur Spieths á ferlinum og sá fyrsti sem hann vinnur í sínu heimaríki, Texas. „Það var gott að ná þessum áfanga og vinna fyrir framan mitt fólk. Þetta hefur verið frábær vika,“ sagði Jordan Spieth á blaðamannafundi eftir mótið.



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert