Þórður Rafn ellefti í Austurríki

Signý Arnórsdóttir og Þórður Rafn Gissurarson, Íslandsmeistarar 2015
Signý Arnórsdóttir og Þórður Rafn Gissurarson, Íslandsmeistarar 2015

Þórður Rafn Gissurarson, atvinnukylfingur úr Golfklúbbi Reykjavíkur, hafnaði í 11.-16. sæti á St. Pölten-golfmótinu í Austurríki. Þórður Rafn lék fyrsta hringinn á 70 höggum, einu höggi undir pari, og var svo frábær á seinni tveimur hringjunum sem hann lék á 67 og 66 höggum. Hann lék því samtals á 10 höggum undir pari. Sigurvegari mótsins var Belginn Christopher Mivis á 17 höggum undir pari.

Þetta var þriðja og síðasta mót Þórðar Rafns í Austurríki á síðustu tveimur vikum og jafnframt hans besta. „Hringurinn í dag [í gær] var mjög stöðugur og skorið hefði getað verið lægra. Ég fékk lélegan skolla á næstsíðustu holu en er yfirhöfuð sáttur með hringinn og mótið í heild sinni eftir slæmar vikur á undan,“ sagði Þórður Rafn á Facebook-síðu sinni í gær.

Þórður Rafn stefnir á að spila næst heima á Íslandi á Eimskipsmótaröðinni, þegar Símamótið fer fram á Hlíðavelli í Mosfellsbæ um helgina, en kveðst þá þurfa „grænt ljós“ frá sjúkraþjálfara sínum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert