Fyrsti risatitillinn hjá Johnson

Dustin Johnson.
Dustin Johnson. AFP

Bandaríkjamaðurinn Dustin Johnson vann sigur á opna bandaríska meistaramótinu í golfi sem lauk í nótt að íslenskum tíma á Oakmont-vellinum í Bandaríkjunum.

Johnson endaði á fjórum höggum undir pari og varð þremur höggum á undan þeim Shane Lowry, Scott Piercy og Jim Furyk. Johnson vann þar með sitt fyrsta risamót á ferlinum en hann lék lokahringinn á þremur höggum undir parinu.

Írinn Scott Lowry fór illa að ráði sínu en eftir að hafa verið í forystu eftir þrjá hringi af fjórum lék hann lokahringinn á sex höggum yfir parinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert