EM-landsliðin í golfi klár

Guðrún Brá Björgvinsdóttir og stöllur leika á heimavelli á EM.
Guðrún Brá Björgvinsdóttir og stöllur leika á heimavelli á EM. Ljósmynd/Seth@golf.is

Úlfar Jónsson, þjálfari landsliðanna í golfi, hefur valið liðin sem leika í Evrópukeppni karla og kvenna í byrjun júlí.

Kvennalandsliðið leikur á heimavelli á EM dagana 5.–9. júlí, nánar tiltekið á Urriðavelli, en mótið er það stærsta sem haldið hefur verið hér á landi. Hingað koma allir bestu áhugakylfingar Evrópu í kvennaflokki. Lið Íslands er skipað þremur kylfingum úr GR og þremur kylfingum úr GK:

Anna Sólveig Snorradóttir, GK – val landsliðsþjálfara

Berglind Björnsdóttir, GR – efst á stigalista

Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK – efst á WAGR-heimslista

Ragnhildur Kristinsdóttir, GR – efst í úrtökumóti fyrir kvennalandslið

Signý Arnórsdóttir, GK – val landsliðsþjálfara

Sunna Víðisdóttir, GR – val landsliðsþjálfara

Andri Þór Björnsson og félagar leika í Lúxemborg.
Andri Þór Björnsson og félagar leika í Lúxemborg. Ljósmynd/GSÍ

Haraldur, Gísli og Aron valdir

Úlfar valdi einnig karlalandsliðið, ásamt Birgi Leifi Hafþórssyni aðstoðarþjálfara, en það keppir í 2. deild Evrópukeppni landsliða á Kikiyoka-vellinum í Lúxemborg dagana 6.–9. júlí. Liðið er skipað þremur kylfingum úr GR, tveimur úr GKG og einum úr GK:

Andri Þór Björnsson GR, efsta sæti WAGR-heimslistans og efsta sæti stigalista GSÍ.

Guðmundur Ágúst Kristjánsson GR, annað sæti WAGR-heimslistans.

Egill Ragnar Gunnarsson GKG, efsta sæti í úrtökumóti um sæti í karlalandsliði.

Haraldur Franklin Magnús GR, þriðja sæti WAGR-heimslistans. Sigur og lægsta meðalskor í háskólagolfi á seinasta tímabili. Val landsliðsþjálfara.

Gísli Sveinbergsson GK. Íslandsmeistari í holukeppni. Val landsliðsþjálfara.

Aron Snær Júlíusson GKG. Val landsliðsþjálfara.

Loks valdi Úlfar sex kylfinga í U18-stúlknalandsliðið sem keppir á EM á velli Osló-golfklúbbsins í Noregi dagana 5.–9. júlí. Liðið skipa:

Elísabet Ágústsdóttir GKG

Eva Karen Björnsdóttir GR

Hulda Clara Gestsdóttir GKG

Ólöf María Einarsdóttir GM

Saga Traustadóttir GR

Zuzanna Korpak GS

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert