Keilir getur orðið tvöfaldur meistari í dag

Gísli Sveinbergsson og félagar í GK unnu meðal annars GR …
Gísli Sveinbergsson og félagar í GK unnu meðal annars GR 4:1 í gær. Ljósmynd/Golf.is

Golfklúbburinn Keilir leikur í úrslitum í dag í bæði kvenna- og karlaflokki á Íslandsmóti golfklúbba.

Keilisfólk vann tvöfaldan sigur á mótinu árið 2014 og hefur alls afrekað það fimm sinnum.

Í kvennaflokki mætast Keilir og Golfklúbbur Reykjavíkur en liðin leika á Leirdalsvelli og hefst úrslitaleikurinn kl. 10. GR er sigursælasti klúbburinn í keppninni með 17 titla en Keilir kemur næst með 13 titla.

Í karlaflokki mæta Keilismenn Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar á Korpúlfsstaðavelli. Úrslitaleikurinn hefst nú kl. 8.40 og má gera ráð fyrir að úrslitin ráðist um kl. 13.30.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert