Svíinn með óvænta forystu

Henrik Stenson er í góðri stöðu fyrir lokahringinn.
Henrik Stenson er í góðri stöðu fyrir lokahringinn. AFP

Sænski kylfingurinn Henrik Stenson leiðir með einu höggi fyrir lokahringinn á Opna breska meistaramótinu í golfi. Hann er á tólf höggum undir pari en Phil Mickelson kemur næstur á eftir honum á ellefu höggum undir pari.

Stenson hefur leikið afar stöðugt golf á mótinu en hann fór á 68 höggum í dag á meðan Mickelson fór á 70 höggum.

Rory McIllroy, einn fremsti kylfingur heims, fór hringinn á 73 höggum, eða á pari. Útlit er fyrir að einvígið verði á milli Mickelson og Stenson en næstur á eftir þeim er bandaríski kylfingurinn Bill Haas en hann er á sex höggum undir pari.

Spánverjinn Sergio Garcia er á tveimur höggum undir pari og þá er Jason Day á einu höggi yfir pari fyrir lokahringinn.

Stenson getur orðið fyrsti kylfingurinn frá Skandinavíu til þess að vinna mótið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert