Mikil spenna í loftinu

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir.
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir.

Efstu kylfingar af báðum kynjum eru á sama skori eftir 36 holur á Íslandsmótinu í höggleik á Jaðarsvelli á Akureyri. Ólafía Þórunn Kristinsdóttir úr GR og Axel Bóasson úr Keili eru bæði á samtals fjórum höggum undir pari.

Ólafía og Signý Arnórsdóttir úr Keili jöfnuðu báðar vallarmetið með því að leika á 68 höggum sem er þrjú högg undir pari vallarins. Fjórir kylfingar jöfnuðu vallarmetið hjá körlunum og léku á 67 höggum. Axel, Gísli Sveinbergsson úr Keili, Andri Már Óskarsson GHR og Arnór Ingi Finnbjörnsson GR. Aron Snær Júlíusson úr GKG setti metið á fyrsta degi. Jaðarsvelli hefur verið breytt undanfarin ár og því eru vallarmetin ekki gömul.

Sjá greinina í heild og umfjöllun um Íslandsmótið í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert