Strangari skilyrði til góðs?

Ljósmynd/ Skapti Hallgrímsson

Þátttökuskilyrðin fyrir Íslandsmótið í golfi eru orðin strangari en áður. Raunar á allri Eimskipsmótaröðinni. Nú þurfa karlarnir að vera með 5,5 í forgjöf eða betra til að geta tekið þátt og konurnar 8,5 eða betra. Áður var ekkert slíkt hámark en ef eftirspurnin eftir því að komast í mótið var meiri en sætin sem í boði voru þá réði forgjöfin því hverjir gátu verið með. Slík viðmið gilda ennþá ef á þarf að halda.

Ég tel þetta vera skref í rétta átta hjá GSÍ hvað Íslandsmótið varðar. Í þessu tiltekna móti finnst mér ágætt að ekki séu kylfingar sem eiga kannski ekki raunhæfa möguleika á því að spila undir 80 höggum af meistaraflokksteigum. Dæmi eru um að kylfingar hafi leikið á meira en 100 höggum á Íslandsmótinu. Mögulega hafa þá aðstæður verið skelfilegar vegna veðurs en engu að síður lítur slíkt ekki vel út á pappírum. Ég veit svo sem ekki hvers vegna viðmiðin 5,5 og 8,5 voru notuð en það er kannski aukaatriði.

Sjá viðhorfsgreinina í heild og umfjöllun um Íslandsmótið í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert