Um 50 sjálfboðaliðar hjá GA

Mótshald Íslandsmótsins í höggleik er geysilega umfangsmikið og eru sjálfboðaliðarnir hjá Golfklúbbi Akureyrar um fimmtíu talsins að sögn framkvæmdastjórans Ágústs Jenssonar. 

„Ég á eftir að telja þá en held að tala sjálfboðaliða standi í kringum fimmtíu fyrir utan tuttugu til tuttugu og fimm starfsmenn. Það eru því örugglega um áttatíu manns sem koma að Íslandsmótinu í golfi,“ sagði Ágúst í samtali við mbl.is og þá eru ótaldir keppendurnir og fylgdarlið þeirra sem er í kringum tvö hundruð manns. 

Ágúst segist telja að Jaðarsvöllur sé einn mest krefjandi golfvöllur landsins af lengstu teigum og bendir á að frá meistaraflokksteigum karla sé hann yfir 6.000 metrar að lengd. 

Viðtalið við Ágúst er að finna í heild sinni í meðfylgjandi myndskeiði. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert