Valdís setti vallarmet

Valdís Þóra Jónsdóttir er með forystu.
Valdís Þóra Jónsdóttir er með forystu. Ljósmynd/GSÍ

Valdís Þóra Jónsdóttir frá Leyni á Akranesi er með eitt högg í forskot fyrir lokahringinn á Íslandsmótinu sem fer fram á Jaðarsvelli á Akureyri. Ólafía Þórunn Kristinsdóttir úr GR fylgir fast á eftir.

Ólafía byrjaði lokahringinn af krafti og var komin með fjögurra högga forystu á Valdísi en glutraði því jafnt og þétt niður. Valdís lék afar vel í dag og þegar hringurinn kláraðist var hún með eitt högg á Ólafíu og hafði sett vallarmet, 66 högg.

Valdís er á sjö höggum undir pari en Ólafía sex höggum undir pari. Það er afar langt í næstu kylfinga en Signý Arnórsdóttir úr GK er á þremur höggum yfir pari og Guðrún Brá Björgvinsdóttir úr GK er þá á fjórum höggum yfir pari.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert