„Ég er Íslandsmeistarinn“

„Ég er Íslandsmeistarinn“ sagði Ólafía Þórunn Kristinsdóttir úr Golfklúbbi Reykjavíkur með áherslu á greininn en hún sló körlunum við á Íslandsmótinu á Akureyri og skilaði inn besta skori allra keppenda á 72 holum. 

Ólafía lék samtals á 11 höggum undir pari eftir mikla baráttu í fjóra daga við Valdísi Þóru Jónsdóttur úr Leyni. Ólafía fagnaði sínum þriðja titli en hún varð áður meistari í Leirunni 2011 og í Leirdalnum 2014. 

Ólafía þakkaði frammistöðu sinni á flötunum þetta frábæra skor og sagðist einungis hafa notað í kringum 25 pútt á hringjunum. 

Viðtalið við Ólafíu í heild sinni er að finna í meðfylgjandi myndskeiði. 

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir.
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir. Ljósmynd/GSÍ
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert