Mikil spenna í karlaflokki

Guðmundur Ágúst Kristjánsson slær inn á teig á Jaðarsvelli í …
Guðmundur Ágúst Kristjánsson slær inn á teig á Jaðarsvelli í dag. Ljósmynd/Páll Jóhannessson

Þrír kylf­ing­ar eru efst­ir og jafn­ir eins og staðan er núna þegar líður á loka­hring­inn á Íslands­mót­inu í höggleik í golfi á Jaðarsvelli, Ak­ur­eyri. Birgir Leifur Hafþórsson GKG, Bjarki Pét­urs­son GB og Axel Bóas­son úr Keili eru efst­ir á sjö höggum und­ir pari.

Þórður Rafn Gissurarson GR er ríkj­andi meist­ari á mótinu. Axel og Bjarki hafa leikið fjórtán holur, en Birgir Leifur er búinn með sextán holur. Það er því ljóst að það verður mikil spenna á lokasprettinum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert