Ólafía í góðri stöðu

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir á Jaðarsvelli í dag.
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir á Jaðarsvelli í dag. Ljósmynd/Páll Jóhannesson

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, kylfingur úr GR, hefur þriggja högga forskot á Valdísi Þóru Jónsdóttur, kylfing úr Leyni, á Íslandsmótinu í höggleik í golfi sem lýkur á Jaðarsvelli á Akureyri í dag.

Ólafía Þórunn hefur leikið 13 holur og er 11 höggum undir pari, en Valdís Þóra hefur leikið á átta höggum undir pari eftir jafnmargar holur.

Miklar sviptingar hafa orðið hjá þessum kylfingum í dag, en Ólafía Þórunn fékk fjóra fugla í röð frá 2. – 5. holu og auk þess tvö pör. Rosa­leg spila­mennska. Val­dís fékk hins vegar skramba á 3. holunni. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert