Þriðji titill Ólafíu Þórunnar

Íslandsmeistararnir Ólafía Þórunn og Birgir Leifur.
Íslandsmeistararnir Ólafía Þórunn og Birgir Leifur. Ljósmynd/GSÍ

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir úr Golfklúbbi Reykjavíkur varð rétt í þessu Íslandsmeistari í höggleik í þriðja skipti eftir stórbrotna frammistöðu á Akureyri. 

Ólafía og Valdís Þóra Jónsdóttir úr Leyni fóru hamförum á Jaðarsvelli og léku holurnar 72 vel undir mótsmetinu í kvennaflokki. Ólafía lék samtals á 11 höggum undir pari og Valdís Þóra á samtals 9 undir pari. Ólafía hafði þriggja högga forskot þegar nokkrar holur voru eftir og landaði sigrinum nokkuð örugglega. 

Fram að því hafði spennan verið mikil í mótinu og Valdís hafði til að mynda eitt högg í forskot á Ólafíu fyrir lokahringinn í dag. Ólafía lék lokahringinn á 66 höggum eða fimm undir pari en Valdís á 69 eða tveimur undir pari. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert