„Yndislegt að ná markmiðum sínum“

Birgir Leifur Hafþórsson, Íslandsmeistari úr GKG, skorar á landsliðsþjálfarann Úlfar Jónsson að koma sér í æfingu og berjast um titilinn á sínum gamla heimavelli, Hvaleyrinni, þegar Íslandsmótið fer þar fram á næsta ári. 

Birgir komst í dag fram úr goðsögnunum Björgvini Þorsteinssyni og Úlfari Jónssyni sem sex sinnum hafa orðið Íslandsmeistarar í höggleik. Birgir náði sínum sjöunda í dag. „Nú er bara að hvetja Úlla og Bjögga til að æfa meira, sérstaklega Úlla. Að hann mæti í Keili á næsta ári á sinn gamla heimavöll. Þetta er bara áskorun,“ sagði Birgir og brosti prakkaralega. 

Birgir sagðist enn fremur hafa sett sér það markmið fyrir nokkrum árum að ná þessu meti: „Það er yndislegt að ná markmiðum sínum. Frábær tilfinning. Á bak við þetta er mikil vinna og fullt af fólk sem stendur á bak við mann og hjálpar manni. Þetta er sigur liðsins myndi ég segja.“

Viðtalið við Birgi í heild sinni er að finna í meðfylgjandi myndskeiði.

Birgir Leifur Hafþórsson á Jaðarsvelli.
Birgir Leifur Hafþórsson á Jaðarsvelli. Ljósmynd/GSÍ
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert