„Langbesti kylfingur sem Ísland á og hefur átt“

Birgir Leifur Hafþórsson.
Birgir Leifur Hafþórsson. Ljósmynd/GSÍ

„Reynslan er númer eitt, tvö og þrjú. Hann er búinn að vera lengi að þessu og kann sín takmörk,“ segir Andrés Davíðsson golfkennari sem hefur þjálfað atvinnukylfinginn Birgi Leif Hafþórsson úr GKG í mörg ár. Þegar Birgir Leifur vann Íslandsmeistarmótið í golfi síðasta sunnudag í sjöunda skipti, varð hann sá kylfingur sem hefur unnið flesta Íslandsmeistaratitla í karlaflokki í höggleik. Hann bætti þar með metið sem hann hafði deilt með Björgvini Þorsteinssyni GA og Úlfari Jónssyni sem lengst af lék fyrir Keili. Björgvin setti metið með sínum sjötta sigri árið 1977 sem Úlfar jafnaði árið 1992 og síðan Birgir 2014.

„Hans sterkasta hlið er leikskipulagið, hvernig hann spilar leikinn. Hann veit hvar hætturnar eru, hann veit hvort hann eigi að vera hægra megin eða vinstra megin á brautinni, hvenær hann á að halda sig til baka og hvenær hann getur sótt. Hann er mjög klókur leikmaður með mikla hæfileika.“

Í tilefni afreksins heyrði Morgunblaðið í nokkrum álitsgjöfum sem þekkja Birgi Leif en frá mismunandi vinklum.

Efnilegur á yngri árum

Þórður Emil Ólafsson hefur þekkt Birgi Leif lengi því þeir eru æskuvinir frá Akranesi. Þórður varð sjálfur Íslandsmeistari árið 1997.

„Maður sá það fljótt að hann var orðinn mjög öflugur 14-15 ára gamall. Það lá fyrir að ef hann myndi sinna þessu yrði hann framúrskarandi kylfingur. Við hálfpartinn ólumst upp saman á Akranesi og kepptum heilmikið hvor við annan og ég held að sú samkeppni hafi haft góð áhrif á okkur báða. Hann er búinn að vera fremsti kylfingur Íslands frá 1996, þó að breiddin hafi aukist mikið þá er hann langbesti kylfingur sem Ísland á og hefur átt.“

Sjá grein­ina í heild sinni í íþrótta­blaði Morg­un­blaðsins í dag en þar er einnig rætt við Ragnhildi Sigurðardóttur og Sigurpál Geir Sveinsson.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert