Efstu menn fóru ekki út á völl

Jimmy Walker á Baltusrol-vellinum í Springfield, New Jersey, þar sem …
Jimmy Walker á Baltusrol-vellinum í Springfield, New Jersey, þar sem mótið fer fram. AFP

Óvíst er hvenær tekst að ljúka PGA-meistaramótinu í golfi, síðasta risamóti ársins, en þriðji keppnisdagur fór fyrir ofan garð og neðan í gær vegna veðurs. 

Leik var frestað í gær vegna veðurs og efstu menn í mótinu eftir 36 holur af 72 fóru ekki út á völl. Staða efstu manna í mótinu er því óbreytt frá föstudagskvöldinu. Jimmy Walker og Robert Streb eru efstir á 9 höggum undir pari samtals. 

Emiliano Grillo og Jason Day eru á sjö undir pari og Henrik Stenson kemur næstur á sex undir pari. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert