Rétti tíminn til að hætta sem landsliðsþjálfari

Úlfar Jónsson.
Úlfar Jónsson.

„Ég er búinn að sinna landsliðsþjálfarastarfinu með starfi mínu sem íþróttastjóri GKG undanfarin fimm ár. Þetta eru ansi viðamikil störf og ef eitthvað er eykst umfangið á báðum vígstöðvum. Mér fannst því kominn réttur tími til að velja á milli,“ sagði Úlfar Jónsson í samtali við Morgunblaðið. Úlfar tilkynnti stjórn Golfsambands Íslands að hann hygðist láta af störfum sem landsliðsþjálfari í golfi frá og með næstu áramótum.

Úlfar hefur verið landsliðsþjálfari frá því síðla árs 2011 en hefur verið íþróttastjóri GKG í tíu ár og mun frá áramótinu einbeita sér alfarið að því starfi. Hann er ánægður með margt sem gerst hefur síðan hann tók við landsliðsþjálfarastarfinu.

Mikill metnaður

„Ólafía Þórunn Kristindóttir nær markmiðinu sem var sett í afreksstefnunni sem var kynnt þegar ég hóf störf; að koma atvinnukylfingi inn á mótaröð,“ en Ólafía Þórunn náði því markmiði í desember í fyrra. „Einnig er ég ánægður með að við erum að eignast fleiri virkilega góða kylfinga sem eru að standa sig vel á alþjóðavísu. Við höfum átt sigurvegara á alþjóðlegum mótum, háskólamótum og fleiri sem eru að koma með alvöru skor. Breiddin er að aukast. Það er mikill metnaður í golfhreyfingunni, allt frá Golfsambandinu og niður í klúbbana,“ sagði Úlfar, en að hans mati skilar þetta sér alla leið.

Nánar er rætt við Úlfar í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert