Einn besti hringur Birgis

Birgir Leifur Hafþórsson.
Birgir Leifur Hafþórsson. mbl.is/Eva Björk Ægisdóttir

Birgir Leifur Hafþórsson náði einum besta hring á sínum atvinnumannaferli á Englandi í dag þegar hann lék á sjö höggum undir pari. 

Um var að ræða þriðja hringinn á Bridgestone Challenge-mótinu á Áskorendamótaröð Evrópu. Birgir lék á 65 höggum og er nú samtals á ellefu höggum undir pari. 

Hann er í 7. sæti í mótinu en stórbrotin spilamennska Þjóðverjans Thomas Detry gerir möguleika Birgis á sigri í mótinu nánast að engu því Þjóðverjinn er á 19 undir pari eftir að hafa leikið fyrsta hringinn á 60 höggum. 

Birgir fékk alls átta fugla á hringnum í dag sem eru mögnuð tilþrif. Hann fékk einn skolla og níu pör. Seinni níu holurnar spilaði hann á 32 höggum en seinni níu holurnar eru par 37. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert