Birgir Leifur endaði í 29. sæti

Birgir Leifur Hafþórsson átti gott mót á Englandi.
Birgir Leifur Hafþórsson átti gott mót á Englandi.

Birgir Leifur Hafþórsson, atvinnukylfingur úr GKG, endaði í 29. sæti á Bridgestone Challenge-mótinu í Oxford-héraði á Englandi í dag. Hann fór lokahringinn á 74 höggum eða tveimur yfir pari.

Birgir átti frábært mót en fór samtals á níu höggum undir pari. Besti hringurinn hans var í gær er hann lék á sjö höggum undir pari eða 65 höggum.

Hann átti þokkalegan dag í dag en þegar fjórtán holur voru búnar var hann á pari. Hann fékk svo skolla á lokaholunum og fór því á tveimur höggum yfir pari.

Það má búast við því að Birgir fari upp um nokkur sæti á stigalistanum en hann situr nú í 113. sæti listans. 

Belgíski kylfingurinn Thomas Detry vann mótið en hann fór á 29 höggum undir pari. Hann lék lokahringinn á níu höggum undir pari.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert