McIlroy vann í bráðabana

Rory McIlroy.
Rory McIlroy. AFP

Norður-Írinn Rory McIlroy fagnaði sigri á  TOUR Championship mótinu í golfi sem lauk á East Lake vellinum í Georgíu í kvöld.

Þetta var lokamótið á PGA-mótaröðinni og McIlroy var krýndur FedEx meistarinn. Hann fékk 1,5 milljónir dollara í verðlaunafé fyrir sigurinn á mótinu og fékk hvorki meira né minna en 10 milljónir dollara í bónsverðlaun fyrir sigurinn á mótaröðinni. N-Írinn fékk því samtals 11.5 milljónir dollara en sú upphæð jafngildir rúmum 1,3 milljörðum króna.

McIlroy ásamt Bandaríkjamönnum Ryan Moore og Kevin Chappell luku allir keppni á 268 höggum og þeir þurftu því að fara í bráðabana og þar stóð N-Írinn uppi sem sigurvegari.

Chappell datt út á fyrstu holunni í umspilinu en úrslitin réðust á fjórðu holunni þar sem McIlroy nældi sér í fugl á meðan Moore fékk par.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert