Birgir Leifur keppir á sterku móti

Birgir Leifur Hafþórsson mun taka þátt í sterku móti í …
Birgir Leifur Hafþórsson mun taka þátt í sterku móti í Kasakstan. mbl.is/Styrmir Kári

Birgir Leifur Hafþórsson, sjöfaldur Íslandsmeistari í golfi, hefur fengið boð um að leika á sterkasta móti tímabilsins á Áskorendamótaröðinni. Mótið fer fram í Kasakstan á Zhailjau Golf Resort og er talsvert ferðalag framundan hjá atvinnukylfingnum úr GKG.

Mótið hefst fimmtudaginn 29. september og verða leiknir fjórir hringir. Verðlaunaféð á þessu mót er það hæsta á tímabilinu á næst sterkustu atvinnumótaröð Evrópu.

Birgir Leifur hefur leikið á sex mótum á Áskorendamótaröðinni á þessu tímabili og besti árangur hans er sjötta sæti. Það er mikill heiður fyrir Birgi Leif að fá boð um að taka þátt á þessu sterka móti en heildarverðlaunaféð er um 60 milljónir króna.

Birgir Leifur er skráður til leiks á fyrsta stig úrtökumótsins sem fram fer á Bogogno Golf Resort á Ítalíu dagana 4. - 7. október. Það gæti breyst ef hann nær góðum árangri í Kasakstan, en Birgir Leifur er í 96. sæti á stigalista Evrópumótaraðarinnar en hér fyrir neðan má sjá árangur hans á tímabilinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert