Góð byrjun hjá Birgi Leifi í Kasakstan

Birgir Leifur Hafþórsson.
Birgir Leifur Hafþórsson. mbl.is/Eva Björk Ægisdóttir

Birgir Leifur Hafþórsson lék fyrsta hringinn á 69 höggum eða þremur höggum undir pari á áskorendamótinu í Kasakstan sem er eitt það sterkasta í Áskorendamótaröðinni.

Birgir Leifur fékk sex fugla, þrjá skolla og lék níu holur á parinu. Þegar þetta er skrifað er hann í 20. sæti en ekki hafa allir kylfingar lokið keppni í dag.

Leiknir verða fjórir hringir og verðlaunaféð er það hæsta á tímabilinu á næst sterkustu atvinnumótaröð Evrópu segir í frétt á golf.is. Birgir Leifur hefur leikið á sex mótum á Áskorendamótaröðinni á þessu tímabili og besti árangur hans er sjötta sæti.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert