Ólafur í ágætum málum eftir 36 holur í Frakklandi

Ólafur Björn Loftsson.
Ólafur Björn Loftsson. Ljósmynd/Golf.is

Kylfingarnir Ólafur Björn Loftsson úr GKG og Þórður Rafn Gissurarson úr GR áttu báðir örlítið síðri dag á öðrum hring á 1. stigi úrtökumótanna fyrir Evrópumótaröðina í gær heldur en á fyrsta hringnum á þriðjudaginn.

Ólafur stendur betur að vígi að loknum 36 holum af 72 en hann leikur í Hardelot í Frakklandi. Ólafur lék á 73 höggum í gær sem er tveimur höggum yfir pari og er samtals á höggi undir pari. Ólafur er í 12. sæti og því í ágætum málum en mikil spenna gæti verið fram undan hjá honum um að komast áfram á næsta stig. Ólafur fékk tvo fugla á hringnum, tólf pör og fjóra skolla.

Þórður leikur í Lissabon í Portúgal og er í 41. sæti eftir að hafa leikið á 74 höggum. Er það tveimur höggum yfir pari og er hann samtals á tveimur höggum yfir pari. Þórður þarf að bæta sig og komast undir parið til að komast áfram. Þórður fékk aðeins einn fugl í gær, fimmtán pör, aðeins einn skolla en fékk einn skramba sem fór illa með hann.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert