Birgir Leifur þarf að bæta sig

Birgir Leifur Hafþórsson er ríkjandi Íslandsmeistari.
Birgir Leifur Hafþórsson er ríkjandi Íslandsmeistari. Ljósmynd/GSÍ

Birgir Leifur Hafþórsson þarf að vinna sig upp um að minnsta kosti eitt högg á seinni níu holunum í dag á hinu sterka Áskorendamóti í golfi í Kasakstan.

Eftir að hafa leikið mjög vel á fyrsta hring í gær eða á 3 höggum undir pari, hefur Birgir Leifur leikið fyrri níu holurnar í dag á 2 höggum yfir pari. Hann er því samtals á höggi undir pari og það dugar sem stendur ekki til þess að komast í gegnum niðurskurðinn sem verður eftir keppni í dag.

Birgir Leifur er sem stendur jafn níu öðrum kylfingum í 62. sæti. Hann hóf leik á 10. braut í dag og fékk skramba á 14. holu, skolla á 15. og fugl á 16. holu.

Sextíu efstu kylfingar mótsins fá verðlaunafé, frá 1.395 evrum og upp í 72.000 evrur. Í íslenskum krónum er það á bilinu 180.000 til 9,3 milljóna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert