Sex nýliðar hjá Evrópu

Jordan Spieth klappar saman höndunum á opnunarhátíð Ryder-bikarsins í gær.
Jordan Spieth klappar saman höndunum á opnunarhátíð Ryder-bikarsins í gær. AFP

Ryder-bikarinn í golfi hefst í Minnesota í Bandaríkjunum í dag en keppnin fer fram á Hazeltine National-golfvellinum að þessu sinni. Eins og jafnan hefur byggst upp mikil spennan í kringum viðburðinn sem lengi hefur notið mikilla vinsælda beggja vegna Atlantshafsins. Pressan á Bandaríkjamenn verður sífellt meiri þar sem Evrópubúar hafa unnið síðustu þrjú skipti og sex af síðustu sjö skiptum.

Greinarhöfundur telur reyndar að bandaríska liðið gæti átt verulega góða möguleika í þetta skiptið. Kann það að hljóma undarlega þar sem sigur Evrópu var mjög öruggur fyrir tveimur árum síðan. Í raun var um hálfgert burst að ræða 16 ½ – 11 ½. Tvær meginástæður eru fyrir því að hægt er að ímynda sér að Bandaríkin stöðvi nú sigurgöngu Evrópu. Annars vegar að meiri vigt er nú í bandaríska liðinu og hins vegar að evrópska liðið teflir fram mörgum nýliðum.

Talsvert vatn runnið til sjávar

Með meiri vigt er átt við að kylfingur eins og Jordan Spieth ætti að vera miklu erfiðari andstæðingur nú en fyrir tveimur árum. Þá var hann upprennandi stjarna en hefur í millitíðinni brotið ísinn og unnið tvö risamót. Þá hefur Dustin Johnson einnig unnið sitt fyrsta risamót og gæti því verið öruggari með sig á þessum vettvangi. Auk þess gekk Zach Johnson í endurnýjum lífdaga með sigri á Opna breska í fyrra. Sigrar á borð við þessa skipta máli í keppni eins og Rydernum þar sem keppt er gegn völdum andstæðingum í holukeppni. Sjálfstraustið skiptir miklu máli. Breiddin í bandaríska liðinu er einnig góð með menn eins og Rickie Fowler, Brandt Snedeker og Patrick Reed sem var einna bestur Bandaríkjamanna fyrir tveimur árum. Þegar bandaríska liðið tapaði illa á Gleneagles árið 2014 þá höfðu þeirra menn fagnað fáum sigrum á risamótunum frá því Ryderinn fór fram árið 2012.

Greinina má sjá í heild sinni í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert