Andri og Axel fá fullan rétt

Andri Þór Björnsson.
Andri Þór Björnsson. Mbl.is/Eggert Jóhannesson

Kylfingarnir Andri Þór Björnsson, GR, og Axel Bóasson, GK, tryggðu sér um helgina fullan keppnisrétt í Nordic Golf-mótaröðinni í golfi.

Það var ljóst eftir að þeir höfnuðu á meðal 25 efstu kylfinga á lokaúrtökumóti fyrir mótaröðina sem fram fór í Danmörku.

Andri Þór var í öðru sæti fyrir lokahringinn, sem hann spilaði á 74 höggum eða tveimur yfir pari. Hann endaði því samanlagt á tveimur höggum undir pari og endaði í fjórða sæti mótsins. Axel tryggði sér fullan keppnisrétt eftir að hafa spilað lokahringinn á einu höggi undir pari, 71 höggi. Hann endaði samtals á pari eftir hringina þrjá og endaði í tíunda sæti. Hann lék á mótaröðinni í ár en þurfti að fara í gegnum úrtökumót til að öðlast þar keppnisrétt á ný.

Haraldur Franklín Magnús, GR, náði ekki að tryggja sér fullan keppnisrétt í mótaröðinni. Hann hafnaði í 51. sæti, spilaði lokahringinn á tveimur höggum yfir pari og hringina þrjá samtals á tíu höggum yfir pari. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert