Lagði allt undir í Las Vegas

Guðrún Brá Björgvinsdóttir
Guðrún Brá Björgvinsdóttir Ljósmynd/GSÍ

Guðrún Brá Björgvinsdóttir úr Keili skilaði inn flottu skori á lokahringnum á Las Vegas Collegiate Showdown-mótinu í bandaríska háskólagolfinu.

Guðrún lék á 68 höggum sem er fjögur högg undir pari vallarins. Guðrún lék sóknargolf og mætti ef til vill orða það þannig að hún hafi lagt allt undir. Fékk einn örn og fjóra fugla á hringnum en einnig tvo skolla.

Reyndar var einn hringur af þremur sleginn af vegna veðurs og því um seinni hringinn í mótinu að ræða.

Guðrún hafnaði í 15. sæti í einstaklingskeppni mótsins en samkvæmt netmiðlinum Kylfingur.is hefur Guðrún verið á meðal fimmtán efstu kylfinganna í átta háskólamótum í röð.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert