Gamlir taktar hjá Tiger

Tiger Woods brosmildur eftir leik á 18. holunni á Bahamaeyjum …
Tiger Woods brosmildur eftir leik á 18. holunni á Bahamaeyjum í gærkvöld. AFP

Tiger Woods sýndi gamalkunna takta í gær þegar hann lék annan hringinn á boðsmóti sínu á Bahamaeyjum, Hero World Challenge, á 65 höggum eða sjö höggum undir pari vallarins.

Tiger var í sautjánda og næstneðsta sæti eftir fyrsta hringinn sem hann lék á 73 höggum en er nú kominn upp í áttunda sætið eftir frammistöðu gærdagsins og er á samtals sex höggum undir pari.

Tiger Woods, sem er fertugur, var lengi efstur á heimslistanum en keppir nú í fyrsta sinn síðan í ágúst 2015, í kjölfarið á tveimur aðgerðum á baki, og er sem stendur í 898. sæti listans.

Dustin Johnson og Hideki Matsuyama eru efstir eftir tvo hringi á 12 höggum undir pari, Matt Kuchar og Louis Oosthuizen hafa leikið á 10 undir pari, Bubba Watson á 9 undir pari, Brandt Snedeker á 8 undir pari, Jordan Spieth og JB Holmes á 7 undir pari, og síðan koma þeir Tiger, Rickie Fowler og Henrik Stenson á 6 undir pari.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert