Ólafía Þórunn í hóp þeirra bestu

Ólafía með kylfuna á lofti í dag.
Ólafía með kylfuna á lofti í dag. Ljósmynd/Twittersíða GSÍ

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, atvinnukylfingur úr Golfklúbbi Reykjavíkur, var rétt í þessu að brjóta blað í íslenskri golfsögu þegar húnn tryggði sér fyrst Íslendinga keppnisrétt á LPGA mótaröðinni, sterkustu mótaröð heims í golfi. Þetta gerði hún með glæsilegri spilamennsku á Daytona Beach völlunum í Flórída sem hún lék samtals á 12 höggum undir pari. Fylgst var með gangi mála hér á mbl.is.

Ólafía lék í dag á einu höggi yfir pari, fékk tvo fugla, þrjá skolla og 13 pör. Hún endaði í öðru sæti þar sem Jaye Marie Green frá Bandaríkjunum fékk fugl á síðustu holunni og sigraði á 13 höggum undirpari. Sannarlega glæsilegur árangur hjá Ólafíu.

Hér má sjá stöðuna sem uppfærist jafnóðum.

Twitter-síða GSÍ er með stöðugar fréttir frá Flórída.

0. Hér má sjá Ólafíu slá fyrsta höggið í dag á Hills-vellinum:

 1. Ólafía leikur fyrstu holuna eins og hún hefur gert hingað til á þessum velli; á fjórum höggum og fær því par. Hún er á því enn á 13 höggum undir pari. Næst er önnur holan, sem er par fimm, en þar hefur Ólafía fengið skolla og fugl á fyrri tveimur hringjunum sem leiknir hafa verið á þessum velli.

Hér má sjá höggið inn á aðra flötina, sem er mjög gott: 

2. Ólafía fær fugl hér á annarri holunni, glæsilega gert. Hún er því á 14 höggum undir pari. Púttið fyrir fuglinum má sjá hér:

3. Ólafía leikur þriðju holuna á pari, þremur höggum. Staðan er sú sama, Ólafía er á 14 höggum undir pari. Jaye Marie Green er í efsta sæti á 16 höggum undir pari.

4. Skolli - Ólafía leikur fjórðu holuna á fimm höggum, einu yfir pari. Hún þrípúttaði sem varð til þess að Ólafía lék holuna á einu yfir pari. Hún er því á 13 höggum undir pari, þremur höggum á eftir Marie Green. Ólafía er níu höggum á undan þeim sem eru í 20. sæti, síðasta sætinu sem tryggir þátttökurétt á LPGA-mótaröðinni.

5. Par - Ólafía leikur fimmtu holuna á pari og er samtals á pari í dag að loknum fimm holum. Hún er því enn á 13 höggum undir pari samtals. 

6. Par - Púttar fyrir fugli sem gengur ekki en tryggir sér öruggt par. Er áfram í öðru sæti á 13 höggum undir pari. Allt í góðum gír. Sjöunda brautin er par þrjú en Ólafía hefur fengið skolla og par á þessari á hinum tveimur hringjunum á Hills-vellinum.

7. Par - Ólafía fær par á sjöundu brautinni og er því áfram á pari í dag. Ellefu holur eftir og staðan er býsna góð hjá Ólafíu, sem er eins og áður á 13 höggum undir pari. Angel Yin deilir með henni öðru sætinu en Yin hefur leikið á þremur undir pari í dag.

8. Fugl - Það var lagið, Ólafía leikur áttundu holuna á fjórum höggum en holan er par fimm hola. Glæsilega gert en Ólafía er nú samtals á 14 höggum undir pari. Hér má sjá hana á áttundu brautinni:

Hér má sjá Ólafíu pútta fyrir fugli á áttundu:

9. Par - Ólafía var í færi til að fá fugl en boltinn vildi ekki niður. Hún leikur því á pari og er áfram á einu undir í dag og 14 undir alls. Hér má sjá hana pútta fyrir parinu:

10. Par - Ólafía leikur tíundu holuna af öryggi og tryggir sér par. Hún er ein í öðru sæti á 14 höggum undir alls. Ólafía og Jaye Marie Green eru núna jafnar í fyrsta sæti. Hér má sjá hana tryggja sér parið:

Ólafía stendur sig gríðarlega vel og fólk er ánægt með frammistöðu hennar:

11. Skolli - Áður hafði komið fram að Ólafía hafði fengið par á elleftu holunni en menn voru eitthvað of fljótir á sér. Ólafía tapaði höggi á ellefu holunni en er samt á 13 höggum undir pari, í efsta sæti ásamt Yin og Marie Green.

12. Par - Ólafía leikur tólftu holuna, sem er par þrjú hola, á pari. Yin tapaði á sama tíma höggi en Marie Green leikur einnig á pari. Ólafía og Marie Green eru því efstar og jafnar á 13 höggum undir pari. 2/3 eru búnir í dag, Ólafía er sex holum frá markmiðinu, að tryggja sér keppnisréttinn á LPGA 2017.

Það er einhver töf á keppni eins og stendur en dómarar eru að fara yfir skorkort hjá leikmanni í ráshóp Ólafíu.

13. Skolli - Ólafía lenti utan brautar eftir upphafshöggið og þurfti að vinna sig út úr þeirri stöðu. Hún fékk samt ágætis möguleika á því að pútta fyrir pari en boltinn vildi ekki detta. Hún er því nú á 12 höggum undir pari.

14. Par - Ólafía var í möguleika á að ná fugli en það gekk ekki eftir og fékk hún því par á þessari par fimm holu. Hún er því ennþá á 12 höggum undir pari, í 2.sæti. Marie Green er efst á -13 og Yin er þriðja á -11.

15. Par - Ólafía leikur fimmtándu holuna einnig á pari. Þrjár holur eftir óleiknar og Ólafía er á 12 höggum undir pari í 2. sæti. Koma svo! Hér að neðan má svo sjá púttið fyrir parinu:

16. Par - Öruggt par á þessari par fimm holu, fuglpúttið aðeins of stutt. Hún er því enn á 12 höggum undir pari og komst á ný í fyrsta sætið þar sem Marie Green fékk skolla á þessa holu. Aðeins tvær holur eftir.

17. Par - Fjórða parið í röð hjá henni. Tólf högg undir pari í heildina og í efsta sæti ásamt Green þegar ein hola er eftir. Glæsilegt.

18. Par - Fimmta parið í röð og annað sætið staðreynd á 12 höggum undir pari, höggi á eftri Green.

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir.
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir. Ljósmynd/Bret Lasky/LPGA
Ólafía horfir á eftir boltanum.
Ólafía horfir á eftir boltanum. Ljósmynd/Twittersíða GSÍ
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert