Þórður Rafn byrjar vel í Egyptalandi

Þórður Rafn Gissurarson.
Þórður Rafn Gissurarson.

Kylfingurinn Þórður Rafn Gissurarson úr GR lék í dag fyrsta hringinn á Red Sea Egyptian Classic-mótinu og byrjaði vel, en hann deilir sjötta sætinu með fleiri kylfingum og er tveimur höggum frá toppnum.

Þórður lék á 3 höggum undir pari eða 69 höggum alls, en hann fékk sex fugla, einn skolla og einn skramba á hringnum. James Wilson frá Englandi er efstur á sex höggum undir pari.

Leikið er í Ain Sokhna í Egyptalandi. Mótið er hluti af Pro Golf-mótaröðinni og eru leiknir þrír hringir. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert