Þórður Rafn endaði í 35. sæti

Þórður Rafn Gissurarson.
Þórður Rafn Gissurarson.

Þórður Rafn Gissurarson, kylfingur úr GR, hafnaði í 35. sæti á egypska Rauðahafsmótinu í Ain Sokhna eftir að hafa leikið lokahringinn í dag á 75 höggum eða þremur yfir pari vallarins.

Þórður Rafn byrjaði fyrsta hringinn vel á þriðjudag og var þá á 69 höggum, en seinni tvo hringina lék hann báða á 75 höggum. Hann var því samtals á þremur höggum yfir pari sem skilaði honum 35. sæti þar sem hann var jafn fjórum öðrum kylfingum.

Mótið er hluti af Pro Golf-mótaröðinni, en næsta mót fer fram þann 23. janúar og fer það einnig fram í Egyptalandi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert