Skrautlegur lokahringur hjá Ólafíu

Ólafía leikur fjórða og síðasta hringinn á Opna ástralska mótinu …
Ólafía leikur fjórða og síðasta hringinn á Opna ástralska mótinu í nótt. Ljósmynd/Sigurður Elvar

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir lék fjórða og síðasta hringinn sinn á Opna ástralska meistaramótinu í golfi í kvöld. Mótið er partur af LPGA mótaröðinni sem er sú sterkasta í heimi. 

Hringurinn hjá Ólafíu var í skrautlegra lagi. Hún fékk fjóra fugla, fjóra skolla, einn tvöfaldan skolla og níu pör. Ólafía lék hringinn á samtals 75 höggum eða tveim höggum yfir pari. 

Ekki liggur ljóst fyrir í hvaða sæti Ólafía endar en hún er sem stendur í 30.-40. sæti, sem er mjög góður árangur. 

Fylgst var með gangi mála í beinni textalýsingu á mbl.is

4:55 - Þar með líkur Opna ástralska meistaramótinu hjá Ólafíu. Hún fær par á síðustu holunni og endar hún leik á parinu. Hún er í 30.-40. sæti þegar þetta er skrifað en ekki eru allir kylfingarnir búnir að ljúka sér af. 

4:38 - Par á næstsíðustu holunni er staðreynd. Ein hola eftir og mikið væri það nú gaman að klára mótið með einum fugli eða svo. 

4:18 - Par á 16. holu er staðreynd. Fínt veganesti fyrir síðustu tvær holurnar. Ólafía hefur verið dugleg að fá fugla á þeim holum fram á þessu og vonandi getur hún leikið það eftir í dag. 

4:15 - Eins og áður á þessum hring þá svarar okkar kona vonbrigðum með að fá fugl á næstu holu og er hún því komin á parið. Þrjár holur eftir af þessu móti hjá Ólafíu. 30.-39. sæti er 

04:00 - Því miður verður Ólafía að gera sér að góðu að fá skolla á 14 holu og er hún aftur komin einu höggi yfir pari. Hún er í 38.-46. sæti. VIð vonum auðvitað að hún klári hringinn eins vel og síðustu tvo daga. 

03:40 - Þriðja parið í röð og eru aðeins fimm holur eftir. Ólafía hefur klárað hringina mjög vel síðustu tvo daga. Við vonum að hún geti leikið það eftir. 

03:30 - Hún svarar skollanum með tveim pörum í röð og er hún því enn á pari. Ólafía er í 32.-39. sæti og á hún síðustu sex holurnar eftir á mótinu. 

2:57 - Ólafía byrjar seinni níu holurnar á skolla og er hún því komin á parið aftur. 

02:48 - Glæsilegt. Tvöfaldi skollinn er þurrkaður út með tveim fuglum í röð. Ólafía fær oftast mjög mörg pör en hún hefur ekki fengið slíkt á síðustu sex holunum. Hún er komin á tvö högg undir pari aftur og í 26.-33. sæti. 

02:44 - Hún er ekki lengi að kvitta fyrir það með fugli á áttundu holu. Þetta er svolítið kaflaskipt hjá Ólafíu í dag. Hún er því samtals á pari en Lizette Salas sem er í toppsætinu er á tíu höggum undir pari. 

02:30 - Þar fór heldur betur í verra. Ólafía fær tvöfaldan skolla á sjöundu holu og er hún skyndilega komin einu höggi yfir pari.

02:17 - Annars er það að frétta að það er orðið hvasst í Ástralíu. Sjáum hvort það hafi áhrif á spilamennskuna hjá Ólafíu. 

02:16 - Því miður tekur við annar skolli hjá Ólafíu á sjöttu holu og fer hún aftur eitt högg undir parið. Hún er hins vegar enn í 31.-36. sæti. 

02:08 - Svona á að svara fyrir það! Ólafía fær fugl á fimmtu holu og er hún fljót að kvarta fyrir skollann á fjórðu holu. 31.-37. sæti er hlutskipti Ólafíu þessa stundina. 

01:48 - Þar fór í verra. Fjórða holan er par 4 hola en Ólafía fór hana í fimm höggum og þarf hún að gera sér að góðu að fá skolla og fara niður í eitt högg undir pari. 

01:35 - Þriðja parið kemur á þriðju holunni. Ekkert að þessari byrun hjá Ólafíu.  

01:22 - Annað par hjá okkar konu. Hún er enn tveim höggum undir pari og í 25.-31. sæti. Næst er 3. hola sem er par fjögur hola. 

01:14 - Ólafía er komin af stað á síðasta hringnum og hún byrjar á því að fá par á 1. holu. Við kvörtum ekki yfir því. Örugg og góð byrjun. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert