Johnson vann Heimsmótið

Dustin Johnson með verðlaunagrip sinn.
Dustin Johnson með verðlaunagrip sinn. AFP

Bandaríkjamaðurinn Dustin Johnson tryggði sér sigur á Heimsmótinu í holukeppni í golfi sem lauk í Austin í Texas í gærkvöld.

Hinn 32 ára gamli Johnson, sem er í efsta sæti á heimslistanum, hafði betur í úrslitaleiknum gegn Spánverjanum Jon Rahm en í undanúrslitunum lagði Johnson Japanann Hideto Tanihara að velli og Rahm sigraði Bandaríkjamanninn Bill Haas.

Þetta er fimmta Heimsmótið sem Johnson vinnur á ferli sínum og það annað í röð

Í leiknum um þriðja sætið á mótinu hafði Haas betur á móti Hideto.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert