Eru vísvitandi kærulausir

Phil Mickelson hefur í þrígang fagnað sigri á Masters-mótinu.
Phil Mickelson hefur í þrígang fagnað sigri á Masters-mótinu. AFP

Bandaríski kylfingurinn Phil Mickelson segir suma keppinauta sinna á PGA-mótaröðinni í golfi eiga það til að svindla með því að stilla golfbolta sínum ekki upp aftur á nákvæmlega sama stað fyrir pútt, eftir að þeir taka hann upp af flötum.

Frétt mbl.is: Sjónvarpsáhorfandi kom upp um svindl

Mickelson verður meðal keppenda á Masters-mótinu sem hefst á morgun, en hann hefur unnið risamótið þrisvar sinnum. Hann var spurður út í atvikið umdeilda frá síðustu helgi þegar Lexi Thompson missti af sigri á ANA Inspiration risamótinu, vegna fjögurra refsihögga sem hún fékk fyrir að leggja boltann sinn ekki niður á réttum stað í eitt skipti. Mickelson sagði Thompson ekki hafa verið að svindla, en sagði suma kylfinga á PGA-mótaröðinni „vísvitandi kærulausa“ þegar þeir stilltu upp boltanum sínum:

„Þeir færa boltann tvo eða þrjá þumlunga framan við merkið sitt. Þetta er gert vísvitandi til að sleppa við allan troðning í grasinu og þvíumlíkt, og ég held að það verði að binda endi á þetta,“ er haft eftir Mickelson á BBC.

Það var sjónvarpsáhorfandi sem benti á mistök Thompson um helgina, en henni var ekki refsað fyrr en á lokahringnum sínum eftir að hafa gert mistökin á þriðja hring:

„Ég tel að hún eigi að fá titilinn. Það kemur fyrir alla vega örlítið kærulausir þegar þeir leggja frá sér boltann og mér finnst ömurlegt að það kosti kylfing risatitil eins og í þetta skipti,“ sagði Mickelson.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert