Fannar með eitt högg í forskot

Fannar Ingi Steingrímsson, kylfingur úr GHG, er í forystu fyrir …
Fannar Ingi Steingrímsson, kylfingur úr GHG, er í forystu fyrir lokahringinn. Ljósmynd/Sigurður Elvar Þórólfsson

Fannar Ingi Steingrímsson, kylfingur úr GHG, lék frábært golf á öðrum keppnisdegi af alls þremur á Egils Gullmótinu í Eimskipsmótaröðinni í dag. Fannar Ingi, sem er 19 ára gamall, lék á fimm höggum undir pari í dag eða 67 höggum og er hann samtals á fjórum höggum undir pari fyrir lokahringinn sem leikinn verður á morgun.

Ragnar Már Garðarsson, úr GKG, lék einnig vel, en hann er einu höggi á eftir Fannari líkt og þeir Ingvar Andri Magnússon úr GR og Hlynur Bergsson úr GKG. Efstu kylfingar mótsins eru allir undir tvítugu og unga kynslóðin er því að taka völdin í Eimskipsmótaröðinni eins og staðan er núna. 

1. Fannar Ingi Steingrímsson, GHG (73-67) 140 (-4)

2.-4. Ragnar Már Garðarsson, GKG (73-68) 141 (-3)

2.-4. Ingvar Andri Magnússon, GR (71-70) 141 (-3)

2.-4. Hlynur Bergsson, GKG (69-72) 141 (-3)

Mótið er þriðja mót keppnistímabilsins 2016-2017 en alls eru átta mót á tímabilinu í Eimskipsmótaröðinni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert