Berglind vann fyrsta mót ársins

Berglind Björnsdóttir.
Berglind Björnsdóttir. Ljósmynd/Sigurður Elvar Þórólfsson

Berglind Björnsdóttir úr GR sigraði á Egils Gull-mótinu í Eimskipsmótaröðinni í kvennaflokki en keppt var á Hólmsvelli í Leiru. Berglind spilaði hringina þrjá á samtals sex höggum yfir pari, þremur höggum á undan Ragnhildi Kristinsdóttur. Mótið var það þriðja í mótaröðinni og það fyrsta á þessu ári. 

Berglind spilaði hringinn í dag á 74 höggum, eða tveimur höggum yfir pari vallarins. Þetta var fimmti sigur Berglindar í Eimskipsmótaröðinni frá upphafi, en hún hefur titil að verja á Íslandsmótinu í holukeppni í sumar. 

Staða efstu kvenna: 

  1. Berglind Björnsdóttir, GR (77-71-74) 222 högg (+6)
  2. Ragnhildur Kristinsdóttir, GR (71-78-76) 225 högg (+9)
  3. Saga Traustadóttir, GR (77-78-75) 230 högg (+14)
  4. Gunnhildur Kristjánsdóttir, GK (75-79-79) 233 högg (+17)
  5. Hafdís Alda Jóhannsdóttir, GK (77-78-81) 236 högg (+20)
  6. Heiða Guðnadóttir, GM (79-80-78) 237 högg (+21)
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert