Einvígi Berglindar og Ragnhildar

Berglind Björnsdóttir á Hólmsvelli í gær.
Berglind Björnsdóttir á Hólmsvelli í gær. Ljósmynd/seth@golf.is
<span>Það er útlit fyrir spennandi keppni á lokahringnum á Egils Gullmótinu í Eimskipsmótaröðinni í golfi í kvennaflokki sem lýkur í dag á Hólmsvelli í Leiru.</span>

GR-ingarnir Berglind Björnsdóttir og Ragnhildur Kristinsdóttir eru í efstu sætunum og er Berglind með eitt högg í forskot á Ragnhildi. Berglind lék frábært golf í góða veðrinu á Hólmsvelli í gær og kom inn á einu höggi undir pari vallar eða 71 höggi. Ragnhildur lék á 78 höggum eftir að hafa leikið á 71 höggi í gær á fyrsta keppnisdeginum.

Efstu konur fyrir lokahringinn:

<br/>

1. Berglind Björnsdóttir, GR (77-71) 148 (+4)

<br/>

2. Ragnhildur Kristinsdóttir, GR (71-78) 149 (+5)

<br/>

3. Gunnhildur Kristjánsdóttir, GK (79-75) 154 (+10)

<br/>

4.- 5 Saga Traustadóttir, GR (78-77) 155 (+11)

<br/>

4.- 5. Hafdís Alda Jóhannsdóttir, GK (78-77) 155 (+11)

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert