Fannar Ingi með sinn fyrsta sigur

Fannar Ingi Steingrímsson.
Fannar Ingi Steingrímsson. Ljósmynd/Sigurður Elvar Þórólfsson

Hinn 19 ára gamli Fannar Ingi Steingrímsson bar sigur úr býtum á Egils Gull-mótinu sem fram fór á Hólmsvelli í Leiru í dag. Þetta var fyrsti sigur Fannars í Eimskipsmótaröðinni. 

Fannar lék hringina þrjá á fimm höggum undir pari og var hann þremur höggum á undan Ragnari Má Garðarssyni. Dagbjartur Sigurbrandsson og Ingvar Andri Magnússon deildu þriðja sætinu en þeir eru 14 og 17 ára gamlir. 

Staða efstu manna: 

  1. Fannar Ingi Steingrímsson, GHG (73-67-71) 211 högg (-5)
  2. Ragnar Már Garðarsson, GKG (73-68-73) 214 högg (-2)
  3. Dagbjartur Sigurbrandsson, GR (69-74-72) 215 högg (-1)
  4. Ingvar Andri Magnússon, GR (71-70-74) 215 högg (-1)
  5. Aron Snær Júlíusson, GKG (73-69-74) 216 högg par
  6. Stefán Már Stefánsson, GR (70-75-73) 218 högg (+2)
  7. Egill Ragnar Gunnarsson, GKG (75-70-73) 218 högg (+2)
  8. Theodór Emil Karlsson, GM (71-73-74) 218 högg (+2)
  9. Andri Már Óskarsson, GHR (73-75-71) 219 högg(+3)
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert