Ólafía byrjaði frábærlega í Detroit

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir.
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir. AFP

Atvinnukylfingurinn Ólafía Þórunn Kristinsdóttir spilaði afar vel á fyrsta hring á Volvik-meistaramótinu í golfi, sem er hluti af LPGA-mótaröðinni, sem fram fer í Detroit. Hún kom í hús á meðal efstu keppenda.

Ólafía byrjaði á tveimur pörum, en fékk skolla á þriðju holu. Hún nældi hins vegar í þrjá fugla á fjórum holum á fyrri níu holunum og bætti við fjórða fuglinum á þeim seinni í bland við átta pör. Hún kom því samtals í hús á 69 höggum eða þremur höggum undir pari.

Ólafía er jöfn fleiri kylfingum í 5. – 14. sæti þegar þetta er skrifað, en ekki eru allir komnir í hús eftir fyrsta hringinn og því gæti staða hennar eitthvað breyst fyrir annan hringinn á morgun.

Fylgst var með gangi mála hjá Ólafíu í beinni textalýsingu hér á mbl.is.

Ólafía í Detroit opna loka
kl. 16:32 Siem de Jong (Ajax) Textalýsing 18 - PAR: Ólafía klárar hringinn með stæl og nælir í par á síðustu holunni, par 5 braut. Frábær fyrsti hringur hennar og hún er á þremur höggum undir pari. Ekki eru allir kylfingar komnir í hús en sem stendur er hún í 5.-14. sæti.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert