Tiger í annarlegu ástandi (myndskeið)

Tiger Woods.
Tiger Woods. AFP

Lögreglan í Flórída hefur birt myndskeið af handtöku kylfingsins Tiger Woods þegar hún kom að honum sofandi í bifreið hans aðfaranótt þriðjudags.

Tiger fannst stein­sof­andi und­ir stýri með bíl­inn í gangi og var staðsett­ur þar sem ólög­legt er að leggja. Í fram­hald­inu var hann hand­tek­inn og sett­ur í varðhald í fjóra klukku­tíma.

Lög­regl­an hefur sagt að Tiger hafi verið í svo ann­ar­legu ástandi að hann hafi ekki vitað hvar hann var stadd­ur. Fyrstu fréttir hermdu að kylfingurinn hafi verið undir áhrifum áfengis. Hann neitaði því og held­ur því fram að lík­ami hans hafi brugðist við lyfj­um á þenn­an hátt.

Blóðprufa var tek­in úr Tiger og mun hún vænt­an­lega varpa ljósi á málið en á meðfylgjandi myndskeiði má sjá þegar lögreglan ræðir við Tiger Woods og óhætt er að segja að hann hafi verið í annarlegu ástandi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert