Fowler með þrjá skolla í röð

Rickie Fowler var efstur eftir fyrsta hringinn en hefur ekki …
Rickie Fowler var efstur eftir fyrsta hringinn en hefur ekki náð sér á strik í dag. Ljósmynd/AFP

Rickie Fowler lék á sjö höggum undir pari í gær á fyrsta degi Opna bandaríska meistaramótinu í golfi og var efstur. Fowler hefur ekki náð að halda forystunni í dag, en hann fékk þrjá skolla í röð. Fowler er sem stendur á sex höggum undir pari, en Bandaríkjamaðurinn Brooks Koepka er efstur á átta höggum undir pari. Paul Casey, Brian Harman og Tommy Fleedwood eru jafnir í öðru sæti á sjö höggum undir pari.

Efstu menn hafa þó ekki lokið leik svo staðan eftir fyrsta dag verður ekki ljós fyrr en seinna í kvöld. Athygli vekur að Adam Scott, Henrik Stenson, Bubba Watson, Rory McIlroy, Jason Day og Billy Horschel náðu ekki í gegnum niðurskurðinn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert