17 pör Birgis Leifs á Jótlandi

Birgir Leifur Hafþórsson
Birgir Leifur Hafþórsson Ljósmynd/GSÍ

Birgir Leifur Hafþórsson var mjög stöðugur í spilamennsku sinni á fyrsta hring á Made in Denmark-mótinu á Evrópsku Áskorendamótaröðinni í golfi á Jótlandi í dag. Hann lék á 71 höggi, eða einu höggi undir pari vallarins. Birgir fékk 17 pör og einn fugl á holunum 18. 

Birgir Leifur er í 51.-64. sæti að loknum fyrsta hring. Austurríkismaðurinn Manuel Trappel og Thriston Lawrence frá Suður-Afríku eru efstu menn á átta höggum undir pari. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert