Ólafía fer ágætlega af stað í Arkansas

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir.
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir. AFP

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir fór ágætlega af stað á Walmart NW-mótinu í Arkansas-ríki í Bandaríkjunum í dag og lék á 69 höggum eða tveimur höggum undir pari. Mótið er hluti af LPGA-mótaröðinni, þeirri sterkustu í heimi. Ólafía er sem stendur í 20.-31. sæti, en margir kylfingar eiga enn eftir að ljúka við fyrsta hring og gæti staðan því breyst. 

Dagurinn fór þó ekki sérstaklega vel af stað hjá Ólafíu. Hún fékk tvo skolla á fyrstu þremur holunum. Ólafíu óx hins vegar ásmegin eftir því sem leið á hringinn og fékk hún fugl á sjöttu, sjöundu og áttundu holu og lék hún fyrri níu holurnar á einu höggi undir pari. Á seinni níu holunum fékk hún fugl á 13. og 15. holu en varð að sætta sig við skolla á 17. holu.

Samtals fékk hún fimm fugla, þrjá skolla og tíu pör í dag.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert