Ólafía öflug í Arkansas – gott veganesti fyrir risamótið

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir.
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir. Ljósmynd/GSÍ

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, atvinnukylfingur í golfi, lék á höggi undir pari í dag á lokahringnum á Walmart-mótinu í Arkansas í LPGA-mótaröðinni í Bandaríkjunum og náði sínum næstbesta árangri í þessari bestu mótaröð í heimi.

Ólafía fékk fjóra fugla, einn skolla, einn tvöfaldan skolla og 13 pör í dag.

Ólafía Þórunn endaði í 53.-62. sæti og lauk leik á einu höggi undir pari í dag, á fjórum höggum undir pari samtals og hringina þrjá á 69, 70 og 70 höggum. Frábær árangur.

Besti árangur hennar á mótaröðinni var á móti í Ástralíu þegar hún lenti í 30. sæti. Með mótinu um helgina náði Ólafía að komast í gegnum niðurskurðinn í fjórða skipti en frammistaðan hennar verður að teljast afar gott veganesti fyrir KPMG-risamótið um næstu helgi þar sem hún verður á meðal keppenda.

Sjá frá mbl.is: Ólafía fyrst Íslendinga á risamóti

Þar leikur hún fyrst Íslendinga á risamóti í golfi en mótið er næstelst af þeim fimm risamótum sem haldin eru í kvennaflokki. KPMG-bikarinn fer fram í Illinois-ríki í Bandaríkjunum.

Risamótin fimm:

ANA Inspirational 30. mars – 2. apríl

KPMG-meistaramótið 29. júní – 2. júlí

Opna bandaríska meistaramótið 13. – 16. júlí

Opna breska meistaramótið 3. – 6. ágúst

Evian-meistaramótið 14. – 17. september

Ólafía í Arkansas, lokahringur opna loka
kl. 19:07 Leik lokið Glæsilegu móti hjá Ólafíu lokið. Er í 57.-62. sæti þegar aðeins tveir kylfingar sem eru á verra skori en Ólafía eiga eftir að ljúka leik. Því er um hennar næstbesta árangur á mótaröðinni að ræða.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert