Bruni í klúbbhúsi stöðvaði Valdísi

Valdís Þóra Jónsdóttir.
Valdís Þóra Jónsdóttir. Ljósmynd/golf.is

Valdís Þóra Jónsdóttir fékk ekki tækifæri til að enda ofar en í 4. sæti á Foxconn-mótinu í golfi í Tékklandi um helgina, eftir að hafa verið í því sæti eftir tvo hringi.

Mótið var hluti af LET Access, næststerkustu mótaröð Evrópu. Valdís var í 4. sæti eftir fyrstu tvo hringina, höggi á eftir þremur efstu kylfingunum, en ekki voru leiknir fleiri hringir eftir bruna í klúbbhúsi vallarins aðfaranótt laugardags.

Í staðinn léku efstu kylfingarnir þrír í bráðabana um sigurinn. Valdís fékk 1.535 evrur fyrir 4. sætið en 6.400 evrur fengust fyrir efsta sæti.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert