„Loksins kom að þessu“

Egill Ragnar Gunnarsson og Guðrún Brá Björgvinsdóttir eftir sigurinn í …
Egill Ragnar Gunnarsson og Guðrún Brá Björgvinsdóttir eftir sigurinn í Eyjum í gær. Ljósmynd/GSÍ

„Loksins kom að þessu,“ sagði Guðrún Brá Björgvinsdóttir í léttum tón við Morgunblaðið í gær eftir að hún varð Íslandsmeistari í holukeppni í Vestmannaeyjum. Þetta er fyrsti Íslandsmeistaratitill Guðrúnar í flokki fullorðinna, en hún vann á sínum tíma til fjölda titla í yngri aldursflokkum. Egill Ragnar Gunnarsson úr GKG varð Íslandsmeistari karla, einnig í fyrsta sinn.

Guðrún Brá vann Helgu Kristínu Einarsdóttur 3/2 í úrslitaleiknum í gær. Eins og fram hefur komið var keppt á 13 holu velli í Eyjum í fyrsta sinn, en í úrslitum og undanúrslitum voru leiknir tveir hringir. Þær Guðrún og Helga höfðu því leikið 24 holur þegar ljóst varð að Guðrún hefði landað sigri, þar sem hún var þá þremur holum yfir í leiknum.

Guðrún vann Hafdísi Öldu Jóhannsdóttur 7/6 í undanúrslitum og vann raunar alla leiki sína á mótinu af nokkru öryggi. Anna Sólveig Snorradóttir vann Hafdísi í leiknum um 3. sæti, 5/4, en Anna Sólveig hafði slegið út meistara síðasta árs, Berglindi Björnsdóttur, í átta manna úrslitum.

„Þetta var mjög fínt. Það er alltaf gaman að koma til Eyja og spila hérna. Golfið mitt var rosalega traust – fá mistök og mjög einfalt golf,“ sagði Guðrún. Hún segir úrslitaleikinn hafa verið mjög jafnan:

„Við vorum jafnar á ótrúlega mörgum holum, og gerðum einhvern veginn alltaf mistök á sömu holunum. Ég náði hins vegar tveimur fuglum þarna og átti alltaf 1-2 holur í forskot. Ég lenti aldrei undir,“ sagði Guðrún.

Sjá nánar í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert