Segir Ólafíu að hvíla sig og njóta

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir verður fyrst Íslendinga til að keppa á …
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir verður fyrst Íslendinga til að keppa á risamóti í golfi.

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, Mariah Stackhouse og Stacy Lewis, sem tvívegis hefur fagnað sigri á risamóti í golfi, ræddu við Golf Channel um komandi risamót eftir að ljóst varð að þær yrðu allar meðal keppenda á KPMG-mótinu á fimmtudaginn.

Kylfingarnir þrír eru allir með styrktarsamning við KPMG sem risamótið um helgina er einmitt nefnt eftir. Ólafía segir það afar sérstakt að fá nú að taka þátt í risamóti, fyrst Íslendinga. Hún hafi aldrei lagt eins hart að sér og síðustu mánuði, tímabilið hafi verið langt og strangt og að það sé farið að reyna á líkamann. Hún vilji einmitt reyna að hvíla sig næstu daga áður en átökin hefjist á fimmtudaginn, og Lewis segir það mikilvægt en hún var beðin um ráð fyrir nýliða eins og Ólafíu:

„Það er mikið að gera í þessari viku og þetta snýst um að ná að hvíla sig. Maður þarf að læra á völlinn sjálfan en líka að hvíla sig. Ég segi þeim bara að spila völlinn og venjast þessu öllu, en njóta augnabliksins. Það tekur sinn tíma að venjast því að hafa svona marga áhorfendur en þær eiga að njóta áskorunarinnar og hafa gaman af þessu,“ sagði Lewis.

Viðtalið við kylfingana þrjá má sjá hér að neðan.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert