Erfiðar seinni níu hjá Ólafíu eftir góða byrjun

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir slær að flöt í dag.
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir slær að flöt í dag. AFP

Atvinnukylfingurinn Ólafía Þórunn Kristinsdóttir lék á 74 höggum eða þremur höggum yfir pari á fyrsta hring KPMG-risamótsins í golfi í Illinois í Bandaríkjunum í dag. Ólafía byrjaði mjög vel og fékk fugl strax á fyrstu holu. Hún nældi svo í annan á sjöundu holu og var hún á meðal efstu kylfinga um skeið.

Seinni níu holurnar reyndust henni hins vegar erfiðar og fékk hún m.a tvöfaldan skolla á 15. holunni. Ólafía var í 115.-130. sæti þegar hún lauk keppni, en margir kylfingar eiga enn eftir að klára sinn fyrsta hring. Alls fékk hún tvo fugla, þrjá skolla, einn tvöfaldan skolla og tólf pör. 

Ólafía er fyrsti Íslendingurinn til þess að taka þátt á risamóti í golfi en KPMG-risamótið er eitt fimm risamótanna á LPGA-mótaröðinni og annað risamótið á árinu.

Fylgst var með gangi mála í beinni textalýsingu á mbl.is.

Ólafía á KPMG-risamótinu, 1. hringur opna loka
kl. 20:00 Textalýsing 18 - PAR - Ólafía líkur hér leik í dag á þremur höggum yfir pari eftir að hafa fengið pör á þremur síðustu holunum. Hún er því í 114.-129. sæti eins og stendur, en margir kylfingar eiga enn eftir að ljúka leik. Staðan: +3
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert