Fyrsti sigur Kang á risamóti

Danielle Kang metur stöðuna fyrir pútt í dag.
Danielle Kang metur stöðuna fyrir pútt í dag. AFP

Bandaríski kylfingurinn Danielle Kang bar sigur úr býtum á KPMG-risamótinu í golfi kvenna sem lauk í Ill­ano­is ríki í Banda­ríkj­un­um í kvöld. Mótið er hluti af LPGA mótaröðinni. Chang sem lék hringina fjóra á 13 höggum undir pari vallarins tryggði sér þar af leiðandi sinn fyrsta sigur á risamóti.

Kanadíski kylfingurinn Brooke M. Hendreson varð í öðru sæti, en hún lék hringina fjóra á 12 höggum undir pari vallarins. Chella Choi, kylfingur frá Suður-Kór­eu, sem var jöfn Kang á 10 höggum undir pari vallarins fyrir lokahringinn varð í þriðja sæti eftir að hafa leikið hringinn í dag á pari vallarins. 

Ólafía Þór­unn Krist­ins­dótt­ir lék fyrstu tvo hringi móts­ins og varð þar með fyrst Íslend­inga til að leika á ri­sa­móti í golfi, en hún komst ekki í gegn­um niður­skurðinn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert